Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 517/2016 dags. 7. september 2016 (Samtök sparifjáreigenda)

Samtök sparifjáreigenda höfðuðu mál á hendur fimm mönnum er voru að afplána refsingu í fangelsinu að Kvíabryggju. Í héraðsdómi var máli vísað frá á þeim forsendum að fangar teldust ekki eiga fasta búsetu í fangelsinu sbr. ákvæði laga um lögheimili þar sem fram kom að dvöl í fangelsi ígilti ekki fastri búsetu, og því væri ekki hægt að byggja afplánunarstað fangans sem grundvöll fyrir varnarþingi í málinu í skilningi 1. mgr. 32. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.

Hæstiréttur var sammála því mati héraðsdóms en ógilti svo þann úrskurð á þeim forsendum að slíkt hefði verið heimilt skv. 4. mgr. 32. gr. laganna. Stefnandi í héraði vísaði til þess ákvæðis í munnlegum málflutningi en stefndu í héraði andmæltu því á þeim vettvangi þar sem þess hefði ekki verið getið í stefnu, en héraðsdómari sinnti ekki þeim andmælum. Hæstiréttur tók fram að eigi væri skylt að taka fram í héraðsdómsstefnu á hvaða grundvelli stefnandi teldi stefna eiga varnarþing í þeirri þinghá, né að stefnandinn þurfi að svara fyrir fram atriðum sem stefndi gæti reynt að beita sér fyrir í þeim efnum. Með hliðsjón af þessum atriðum og öðrum felldi hann úrskurð héraðsdóms úr gildi og kvað á um að málið skyldi hljóta efnislega umfjöllun hjá héraðsdómi.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1)
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 845/2017 dags. 11. janúar 2018[HTML] [PDF]