Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. 597/2016 dags. 21. september 2017 (Úttekt af bankareikningum - Fasteign afsalað til sonar sambýliskonu)[HTML] [PDF]Dánarbú eldri manns (A) er tekið til skipta. Búið er tekið til opinberra skipta. Fyrir andlátið hafði A selt syni sambýliskonu sinnar (B) fasteign. Dánarbúið fór svo í mál gegn B þar sem kaupverðið var greitt en ekki í peningum.
Hæstiréttur taldi í ljósi þess að seljandinn hafi verið með Alzheimer og samkvæmt læknismati hafi hann verið heilabilaður við samningsgerðina, og að B hafi átt að vera fullkunnugt um það ástand.
Deilt var um fjármuni sem B hafi átt að hafa tekið út af bankareikningi A. B tókst ekki að sýna fram á að fjármunirnir hafi verið nýttir í þágu A né verið innan umboðsins og var því gert að endurgreiða fjármunina.