Ákærði var sakaður um að hafa nauðgað sautján ára stúlku. Féllst Hæstiréttur á beitingu undantekningarheimildar um að hinn ákærði víki úr þingsal á meðan skýrslugjöf hennar stæði. Hins vegar þyrfti hinn ákærði að eiga kost á að fylgjast með skýrslugjöfinni og geti beint fyrirmælum til verjanda síns um að leggja fyrir hana spurningar.