Einstaklingur var ráðinn sem bústjóri hjá fyrirtæki með hrossarækt. Hann keypti svo hryssu með öðum manni í gegnum einkahlutafélag á sex milljónir króna og seldi hana svo til eiganda hrossaræktarbúsins á níu milljónir króna. Hagnaðnum af sölunni skipti hann svo með viðskiptafélaga sínum, og fékk hvor 1,5 milljónir króna í sinn hlut. Vinnuveitandinn taldi hann hafa með þessu brotið gróflega gegn ráðningarsamningi sínu með þessu athæfi og rak starfsmanninn fyrirvaralaust úr starfi.
Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða gróft brot starfsmanns á starfsskyldum er talin voru réttlæta riftun vinnuveitanda hans á samningi þeirra.