Sveitarfélagið Ölfus sagði upp stuðningsfulltrúanum B í kjölfar atviks sem hann átti í gagnvart einum íbúa sambýlis sem hann starfaði á. Hæstiréttur taldi að brot sveitarfélagsins á rannsóknarskyldu þess leiddu þegar af þeirri ástæðu til þess að brottvikning B úr starfi hefði verið ólögmæt, og því dæmt til að greiða B skaðabætur og miskabætur.