Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 756/2017 dags. 21. júní 2018 (Stapi lífeyrissjóður)

Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs komst að því að nafn hans hafi verið í Panama-skjölum nokkrum og samkvæmt þeim átti hann tvö félög í Panama án þess að hafa upplýst stjórn sjóðsins um það. Þegar hann varð uppvís um væntanlega fjölmiðlaumfjöllun um eignarhaldið ritaði hann tilkynningu á vef sjóðsins að hann myndi stíga til hliðar. Stjórn sjóðsins ræddi málið og ákvað að synja honum um lausn í uppsagnarfresti á grundvelli meintra brota á trúnaðarskyldu framkvæmdastjórans.

Framkvæmdastjórinn var ekki sammála þessu mati sjóðsins og fór í dómsmál til að innheimta launin í uppsagnarfrestinum og vann það mál í héraði þar sem litið var svo á að yfirlýsingin á vef sjóðsins hefði ekki falið í sér afsal á þeim launum auk þess sem þetta væri ekki svo mikil vanefnd að réttlætti fyrirvaralausri riftun. Hæstiréttur staðfesti svo hinn áfrýjaða dóm með vísan til forsendna hans.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.