Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 33/2018 dags. 21. maí 2019 (Hluthafasamkomulag)

Tvær fjölskyldur áttu saman hlutafélag, um helming hvor. Önnur þeirra samanstóð af fjórum einstaklingum, er gerðu hluthafasamning sín á milli árið 2010 og svo var hluthafasamningur milli allra hluthafa. Í fyrrnefnda samningnum var ákvæði um að samþykki allra aðila þess samnings þyrfti svo einn gæti framselt hlut sinn. Einn aðilinn að fyrrnefnda samningnum framseldi hluta sinn til erlends einkahlutafélags, án þess að afla slíkrar heimildar, og það félag framseldi svo þann hluta til einkahlutafélags í fullri eigu þess einstaklings. Þessir gjörningar voru álitnir heimilaðir samkvæmt síðarnefnda samningnum, svo breyttum árið 2014.

Hæstiréttur taldi að fyrstnefndi framsalsgerningurinn væri brot á fyrrnefnda samningnum þrátt fyrir að hinn endanlegi eigandi væri fyrirtæki í fullri eigu viðkomandi einstaklings. Litið var á að hluthafinn ætti um 34% hlut í hlutafélaginu er stæði af 69% af þeim 50% hlut sem hluthafasamningurinn næði yfir. Sá sem rifti samningnum var talinn eiga verulegra hagsmuna að gæta í þessu og ekki væri tryggt að félagið sem ætti þennan 34% hlut kæmist ekki í eigu utanaðkomandi aðila. Væri því um verulega vanefnd að ræða og gæti hver og einn hinna aðila hluthafasamningsins rift honum á þeim forsendum.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.