Merkimiði - Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9021/2016 dags. 21. desember 2016
Einstaklingur kvartaði undan afgreiðslugjaldi til að fá svör við fyrirspurn um túlkun deiliskipulags. Gjaldið hafði verið sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Reynt var á lagagrundvöll gjaldskrárinnar. Umboðsmaður taldi að gjaldtakan samræmdist ekki lögum vegna lögmætisreglunnar.