Úrlausnir.is


Merkimiði - Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9688/2018 dags. 28. nóvember 2018

Fyrirtæki í ferðaþjónustu kvartaði undan samþykkt ráðherra á gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs vegna tjaldsvæða og þjónustu í þjóðgarðinum. Kvartandi óskaði eftir áliti um það hvort gjaldtakan samræmdist ákvæðum laga og fjárhæðum. Hann hélt því fram að gjaldtakan bryti í bága við jafnræðisregluna þar sem það var eingöngu lagt á hópferðabíla en ekki á fólk í einkabílum.

Umboðsmaður athugaði hvort rétt væri að miða gjaldið við mögulegan farþegafjölda í rútu en ekki raunverulegan. Umboðsmaður taldi það hins vegar málefnalegt enda vandkvæði við að hafa eftirlit með því hversu margir farþegar væru í hverju ökutæki.

Umboðsmaður túlkaði lagaákvæðið með þeim hætti að heimilt væri að fella eitt gjald fyrir alla þjónustu garðsins í stað þess að skipta þeim niður á tiltekna kostnaðarliði.

Álitið á vef umboðsmanns Alþingis
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.