Eir veðsetti margar öryggisíbúðir án þess að samþykkin lágu fyrir og voru þau þinglýst. Mál var höfðað um gildi þinglýsingarinnar. Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða mistök við þinglýsingu að ræða en málinu var vísað frá þar sem skorti lögvarða hagsmuni.Hrd. nr. 615/2013 dags. 27. mars 2014 (Stóra-Árvík)[HTML] Eigandi eignarhlutar að jörðinni Stóru-Árvík fékk þann eignarhluta með gjafagerningi árið 1976 sem hann þinglýsti svo. Árið 2009, eftir andlát móttakanda eignarhlutans, kom krafan sem á reyndi í þessu máli, um að þinglýsingabók yrði leiðrétt á grundvelli þess að erfingjar gefandans hefðu ekki undirritað gjafabréfið né hefði það verið vottað. Sýslumaður hafði synjað kröfunni á þeim grundvelli að þetta hefði ekki verið óvenjulegt á þeim tíma.
Hæstiréttur taldi ákvæði 1. mgr. 33. gr. þinglýsingarlaganna, um að móttakandi réttinda þyrfti ekki að þola að heimildarbréf fyrirrennara hans væri ógilt væri hann grandlaus, ekki eiga við þar sem úthlutun arfs felur ekki í sér samning. Þó var kröfu erfingjanna að endingu hafnað sökum tómlætis þar sem þau höfðu lengi vitneskju um gjafabréfið og höfðu sumir þeirra jafnvel vottað gerninga gjafþegans þar sem eignarréttindum jarðarinnar var ráðstafað.Hrd. nr. 45/2022 dags. 23. maí 2023[HTML] Hrd. nr. 8/2025 dags. 29. október 2025[HTML]