Merkimiði - Reglugerð um takmörkun leigubifreiða í Reykjavík og um ráðstöfun atvinnuleyfa, nr. 13/1956
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Stjórnartíðindi: Dagsetning undirritunar: 9. febrúar 1956. Birting: B-deild 1956, bls. 18-21 Birting fór fram í tölublaðinu B3 ársins 1956 - Útgefið þann 29. febrúar 1956.
Hrd. 1984:943 nr. 153/1982 (Bifreiðastöð Steindórs sf.)[PDF] Gert var samkomulag um að fjölskylda manns hans fengi leyfið hans eftir að hann lést. Þegar fjölskyldan vildi framselja leyfið var það talið hafa farið út fyrir leyfileg mörk. Talið var að skilyrðið með leyfinu hafi verið heimil.Hrd. 1988:1532 nr. 239/1987 (Framadómur)[PDF] Í reglugerð var kveðið á um það skilyrði fyrir atvinnuleyfi að bifreiðastjóri yrði að vera í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Bifreiðarstjórinn fékk atvinnuleyfi árið 1984 og skuldbatt sig til að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar í einu og öllu. Árið eftir hætti hann að greiða félagsgjöldin og taldi sig vera óskylt að vera í félaginu. Umsjónarnefnd leigubifreiða innkallaði atvinnuleyfið að ósk félagsins og staðfesti ráðherra þá ákvörðun. Bifreiðarstjórinn höfðaði mál til ógildingar á þeirri ákvörðun.
Í lögunum, sem reglugerðin byggði á, var ekki mælt fyrir um skyldu atvinnuleyfishafa til að vera í stéttarfélagi eða einungis megi veita atvinnuleyfi til þeirra sem væru í stéttarfélagi bifreiðastjóra. Hæstiréttur taldi að ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi kvæði á um að lagaboð þyrfti til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna og vísaði þá í sett lög frá Alþingi, og þar af leiðandi dygðu reglugerðarákvæðin ekki ein og sér. Taldi dómurinn því að óheimilt hafi verið að svipta bifreiðarstjórann atvinnuleyfinu á þeim forsendum.Hrd. 1993:1217 nr. 124/1993 (Leigubílastjóraaldur)[PDF]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Ritari heilbrigðis- og trygginganefndar - Skýring: (afrit af dómi - lagt fram á fundi ht.) - [PDF]