Eigendurnir kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar til ráðherra og færðu í kæru sinni rök fyrir leið nr. 150 og tefldu því einnig fram að hægt væri að nýta jarðir sem íslenska ríkið ætti þá þegar. Ábúendurnir kærðu þá einnig úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem andmælt væri vali á leið nr. 150. Ráðherra taldi ekki ástæðu til annars en að staðfesta hinn kærða úrskurð en þó með skilyrðum eftir því hvaða leið yrði valin.
Fyrir héraðsdómi kröfðust eigendurnir ógildingar á eignarnáminu og framkvæmdaleyfinu. Í héraði voru málsúrslit þau að bæði Vegagerðin og sveitarfélagið voru sýknuð af téðum kröfum eigendanna.