Ráðuneytið hélt því fram að fundargerðir Stjórnstöðvar ferðamála teldust vinnuskjöl þar sem þær innihéldu ekki endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það þar sem þær tillögur sem stjórnstöðin sendi frá sér væru endanlegar ákvarðanir stjórnstöðvarinnar sjálfrar og því ekki hægt að byggja á þeirri málsástæðu til að synja um afhendingu fundargerðanna.