Úrlausnir.is


Merkimiði - Dómur Evrópudómstólsins dags. 24. nóvember 1993 í máli nr. C-267/91 (Keck og Mithouard)

Dæmi um dóm þar sem vikið var frá fordæminu í Dassonville dómnum.
Fjallar um hvort sölufyrirkomulag gæti fallið undir 34. gr. SSESB um bann eða takmarkanir á innflutningi.
Búðareigandi var sóttur til saka fyrir að selja vörur undir kostnaðarverði, sem var bannað samkvæmt frönskum lögum. Hann hélt því fram að frönsku reglurnar færi gegn ESB-rétti þar sem þær hindruðu vöruflutning innan sambandsins.
Ekki var litið svo á að frönsku reglurnar fælu í sér mismunun þar sem þær voru ekki til þess fallnar að hindra markaðsaðgang eða hindra markaðsaðgang innfluttrar vöru frekar en innlendrar. Það væri eingöngu mismunun í þessu samhengi ef þær fælu í sér mismunun gagnvart erlendum vörum.

Svokallað Keck-próf var myndað:
"...so long as those provisions apply to all relevant traders operating within the national territory and so long as they affect in the same manner, in law and in fact, the marketing of domestic products and of those from other Member States."

RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.