Hrd. nr. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.
Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.Hrd. nr. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.Hrd. nr. 512/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] Hrd. nr. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.
Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.
Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna. Hrd. nr. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] Hrd. nr. 268/2016 dags. 9. júní 2016[HTML] Hrd. nr. 575/2016 dags. 16. febrúar 2017 (Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]
Augl nr. 906/2015 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar nr. 961/2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1207/2015 - Gjaldskrá skipulagsfulltrúa vegna framkvæmda- og þjónustugjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði[PDF vefútgáfa]
2020
B
Augl nr. 1367/2020 - Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Sveitarfélaginu Skagafirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1548/2023 - Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun og breytingu lóða og útgáfu framkvæmdaleyfa í Eyja- og Miklaholtshreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1619/2023 - Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði[PDF vefútgáfa]
2024
B
Augl nr. 606/2024 - Gjaldskrá Isavia ohf. fyrir skipulagsvinnu og framkvæmdaleyfi á Keflavíkurflugvelli[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1504/2024 - Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði[PDF vefútgáfa]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1452 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-07 14:22:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1610 (lög í heild) útbýtt þann 2012-06-18 21:29:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Íslenska ICOMOS-nefndin og fleiri - Skýring: (sameiginl. umsögn) - [PDF]
Löggjafarþing 151
Þingmál A353 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.)[HTML]