Hrd. 2006:5662 nr. 339/2006 (Saurbær)[HTML] Hrd. nr. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.
Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.
Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.Hrd. nr. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.
Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.
Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna. Hrd. nr. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] Hrd. nr. 246/2017 dags. 17. maí 2017 (Aðför vegna Kröflulínu 4 og 5)[HTML] Hrd. nr. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML]