Ágreiningur var á milli J og S, tveggja erfingja P, um eignarhald á fyrrnefndum torfbæ sem á jörðinni var. J hafði á árunum 1973-1976 gert upp bústaðinn á eigin kostnað sem þá var í svo slæmu ásigkomulagi að vinnan hefði jafnað til nýbyggingar annars húss. Hinn umdeildi torfbær var ekki talinn til eigna dánarbús P við skiptin né var hann talinn upp í erfðafjárskýrslu skiptanna né í eignaskiptayfirlýsingu frá 1985.