Úrlausnir.is


Merkimiði - Dómur Evrópudómstólsins dags. 8. apríl 1976 í máli nr. 43/75 (Defrenne)

Flugfreyja vann fyrir belgískt flugfélag. Í Belgíu var kveðið á um að kvenkyns flugfreyjur ættu að fara fyrr á eftirlaun en karlkyns flugfreyjur. Það varð til þess að karlkyns flugfreyjur fengju meira borgað fyrir sömu vinnu.
Flugfélagið var einkafyrirtæki.
Reynt var á lárétt bein réttaráhrif.
Byggt var á 157. gr. SSESB um meginregluna um jafnt vinnukaup. Dómstóllinn taldi að bannið við kynjamismunun í ákvæðinu ætti ekki eingöngu við um hið opinbera, heldur ætti jafnframt við um alla kjarasamninga og samninga milli einstaklinga.

RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.