Merkimiði - Hrd. 1970:275 nr. 61/1969 (Verslunin í sameign)
Lögpersóna höfðaði skuldamál gegn einstaklingi, og þar varð útivist. Fyrir Hæstarétti var krafist ómerkingar héraðsdóms á grundvelli þess að stefnan var birt fyrir starfsmanni verslunar sem stefndi átti í sameign með öðrum en starfaði ekki hjá. Hæstiréttur nefndi að stefndi rak verslunina með ótakmarkaða ábyrgð, hafði eftirlit með bókhaldi hennar og hafði skrifstofu upp á næstu hæð hússins. Birtingin var þar með talin lögmæt.