Hæstiréttur taldi óheimilt að gjaldfella önnur skuldabréf á grundvelli vanefnda á öðrum og vísaði til þess að skuldara væri almennt heimilt að velja hvaða skuld hann greiðir. Þá taldi hann fyrirgefanlegt að skuldarinn hafi ekki reynt að greiða af skuldabréfinu fyrr en um viku eftir greiðslukröfu bankans, en atvik þessa máls áttu sér stað nokkru fyrir tíð rafrænna viðskipta.