Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1983:963 nr. 144/1982 (Toyota)

Kröfuhafinn sendi greiðsluseðil þar sem vantaði eitt núll á afborguninni, sem skuldarinn greiddi. Síðar gjaldfelldi kröfuhafinn skuldabréfið og nefndi að skuldarinn hefði átt að gera sér grein fyrir að hann afborgunin hefði átt að vera mikið hærri. Skuldarinn beitti því fyrir að hann væri stórtækur í viðskiptum, hann fengi ýmis innheimtubréf og gæti ekki hugsað um öll atriði slíkra bréfa. Hæstiréttur tók undir þau rök skuldarans og taldi hann hafa sýnt nægan vilja og getu til að greiða skuldabréfið, og væri því ekki nægur grundvöllur til að gjaldfella það.

PDF-eintak af úrlausninni

RSS-streymi merkimiðans

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.