Merkimiði - Hrd. 1970:647 nr. 180/1969 (m/s Ísborg)
Kjallaraíbúð var seld og helmingur kaupverðs hennar var greitt með handhafaskuldabréfum útgefnum af öðrum. Síðar urðu atvikin þau að kröfurnar voru ekki greiddar. Kaupandi íbúðarinnar var talinn hafa verið var um slæma stöðu skuldara skuldabréfanna m.a. þar sem hann var í stjórn þess. Kaupandinn var því talinn þurfa að standa skil á þeim hluta greiðslunnar sem kröfurnar áttu að standa fyrir.