Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1943:92 nr. 109/1942 (Bifreiðaeinkasala ríkisins)

Með lögum var ríkisstjórninni heimilt til að taka einkasölu á tilteknum vöruflokkum, þar á meðal bifreiðum og var henni veitt heimild til að ákveða skipulag sölunnar með reglugerð. Eftirspurn eftir bifreiðum jókst og skipaði ráðherra nefnd manna til að gera tillögur um úthlutun það haustið. Ráðherra vildi ekki hlíta sumum tillögum nefndarinnar og varð einhver óánægja á þingi. Alþingi samþykkti í kjölfarið þingsályktun þar sem sett var á fót önnur nefnd er færi með úthlutun þeirra bifreiða sem Bifreiðaeinkasala ríkisins hafði flutt inn.

Ósættir voru milli ráðherra og nefndarinnar sem Alþingi stofnaði og gaf þá ráðherra út reglugerð sem nam brott reglugerðina sem Bifreiðaeinkasalan sótti stoð í ásamt því að leggja hana niður. Hann skipaði síðan tveggja manna skilanefnd er sæi um að ganga frá búinu.

Stefnendur málsins sóttu um úthlutun einnar vörubifreiðar og þingkjörna nefndin úthlutaði þeim svo slíka bifreið eftir afnám reglugerðarinnar. Þeir fóru síðan á leit skilanefndarinnar um að fá afhenda bifreiðina en var synjað. Hæstiréttur mat svo að með þessu fyrirkomulagi hafi ráðuneytið haft æðsta vald í málefnum einkasölunnar í öllum atriðum og gat því þingsályktun er lýsir vilja Alþingis ekki breytt gildandi lögum og reglugerð um þetta efni. Úthlutun bifreiðarinnar til stefnenda var því ólögmæt og því sýknað af kröfunum.

PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.