Verslunin Útilíf pantaði vörur frá erlendum birgja og fékk reikning. Á honum stóð að krafan hefði verið framseld gagnvart öðrum aðila. Samt sem áður greiddi verslunin seljandanum en ekki framsalshafa. Seljandinn fór svo í þrot. Framsalshafinn vildi svo fá sína greiðslu.
Klofinn dómur. Meiri hlutinn taldi að kaupandinn hefði þurft að sæta sig við það þar sem tilkynningin var í sama letri og annar texti en ekki smáu letri. Þá var kaupandinn talinn vera reyndur í viðskiptum og réttmætt að krefjast þess að hann læsi allan reikninginn í ljósi upphæðar hans.
Minni hlutinn taldi að tilkynningin hefði ekki verið nógu áberandi og væri eins og hver annar texti á sjö blaðsíðna óundirrituðum reikningi.