Fólk keypti húsnæði sem átti að nota í sameiginlegan veitingarekstur ásamt öðrum stað fyrir heimili þeirra. Húsnæðið fékkst ekki afhent á réttum tíma og riftu þau því þeim samningi. Riftunin var talin heimil, m.a. í ljósi þess að seljanda var kunnugt um að kaupendur hefðu sérstaka hagsmuni af efndum á réttum tíma. Gerðu þau einnig kröfu um skaðabætur byggð á því að þau höfðu orðið af tekjum í nokkurn tíma, eða frá því að afhending átti að fara fram og þar til þau fundu annað húsnæði sem hentaði undir veitingareksturinn. Fallist var á skaðabótakröfuna.
PDF-eintak af úrlausninni