Hin kærða dómsúrlausn Hæstaréttar: Hrd. 2004:1239 nr. 344/2002 (Sara Lind Eggertsdóttir - Slagæðaleggur)ⓘ
Mistök áttu sér stað við fæðingu í Landspítalanum er leiddu til þess að barnið varð fatlað. Héraðsdómur féllst á bótakröfu. Hæstiréttur Íslands sýknaði hins vegar af kröfunni byggt á áliti læknaráðs sem Hæstiréttur innti eftir af eigin frumkvæði í samræmi við lagaákvæði þar um.
MDE taldi að samsetning læknaráðs hefði verið ófullnægjandi þar sem læknarnir í læknaráði væru í vinnusambandi við Landspítalann. Í kjölfar niðurstöðu MDE var þessi álitsheimild Hæstaréttar afnumin.