Stefnandi var að renna á tíma til að beita ákvæði um ógildingu samnings um skilnaðarkjör en það mál endaði svo sem útivistarmál. Héraðsdómari hafi síðar skoðað málið og séð að lögheimili stefnda hafi farist í snjóflóði en flutti í nálægt sumarhús. Stefndi hafi verið á ferðalagi til Reykjavíkur og ekki von á honum fyrr en eftir lok stefnufrests. Stefnandi hafi svo ákveðið að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Dómari taldi því að ekkert hefði því verið í fyrirstöðu að stefna stefnda með öðrum vægari hætti, og leit á birtinguna sem ólögmæta. Hæstaréttur staðfesti svo þann dóm með vísan til forsendna.
PDF-eintak af úrlausninni