Hrd. 1994:2876 nr. 487/1994 (Tælenska konan I)[PDF] Stefndi var eiginkona stefnanda og bæði með skráð sama lögheimili, en hún flutti til Tælands að hennar eigin sögn en neitaði að gefa upp aðsetur sitt til stefnanda. Stefnandi birti stefnu um höfðun skilnaðarmáls í Lögbirtingablaðinu þar sem hann taldi sig ekki getað aflað nauðsynlegra upplýsinga til að birta henni stefnuna. Hæstiréttur taldi það ekki nægja og vísaði málinu frá héraðsdómi.
Hæstiréttur var sammála því mati héraðsdóms en ógilti svo þann úrskurð á þeim forsendum að slíkt hefði verið heimilt skv. 4. mgr. 32. gr. laganna. Stefnandi í héraði vísaði til þess ákvæðis í munnlegum málflutningi en stefndu í héraði andmæltu því á þeim vettvangi þar sem þess hefði ekki verið getið í stefnu, en héraðsdómari sinnti ekki þeim andmælum. Hæstiréttur tók fram að eigi væri skylt að taka fram í héraðsdómsstefnu á hvaða grundvelli stefnandi teldi stefna eiga varnarþing í þeirri þinghá, né að stefnandinn þurfi að svara fyrir fram atriðum sem stefndi gæti reynt að beita sér fyrir í þeim efnum. Með hliðsjón af þessum atriðum og öðrum felldi hann úrskurð héraðsdóms úr gildi og kvað á um að málið skyldi hljóta efnislega umfjöllun hjá héraðsdómi.Hrd. nr. 510/2016 dags. 1. júní 2017[HTML] Hrá. nr. 2024-119 dags. 10. október 2024[HTML]