Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.
Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.Hrd. nr. 276/2012 dags. 13. desember 2012 (Bergsmári 4)[HTML] Hrd. nr. 423/2013 dags. 12. desember 2013 (Pizza - Pizza ehf.)[HTML] Starfsmaður hafði þegar ákveðið að hefja samkeppni við vinnuveitanda sinn og taldi Hæstiréttur að þær fyrirætlanir réttlættu fyrirvaralausa brottvikningu.Hrd. nr. 128/2014 dags. 3. mars 2014 (Viðurkenning um myntkörfulán og krafa um greiðslu samkvæmt sama láni)[HTML] Skuldari bar upp viðurkenningarkröfu um ólögmæta gengistryggingu en kröfuhafi krafðist greiðslu á tilteknum skuldum í öðru máli. Skuldarinn taldi að síðarnefnda málið væri hið sama og hið fyrra og ætti að vísa síðara málinu frá. Hæstiréttur tók ekki undir það.Hrd. nr. 246/2015 dags. 21. janúar 2016[HTML] Hrd. nr. 752/2017 dags. 17. maí 2018[HTML] Hrd. nr. 495/2017 dags. 20. september 2018 (Hagaflöt 20)[HTML] Fasteign var keypt á 71 milljón króna. Kaupandi taldi hana verulega gallaða og aflaði sér matsgerðar um þá. Samkvæmt henni námu gallarnir alls 3,2 milljónum (4,5% af kaupverðinu). Kaupandi bar fyrir sig að seljandi hefði bakað sér sök vegna vanrækslu upplýsingaskyldu sinnar.