Hæstiréttur féllst á kröfu húsfélagsins þar sem aðgerðirnar uppfylltu þau skilyrði sem stjórnarskráin gerir, þá einkum skilyrðið um almannaþörf og meðalhóf, og að sérstakt mat hafi farið fram á þessu. Lagastoð væri svo uppfyllt með 55. gr. laga um fjöleignarhús. Þá þyrfti jafnframt að virða friðhelgi eignarréttar hinna íbúðareigenda innan fjöleignarhússins en á því hefði verið brotið vegna verðrýrnunar er athæfi H hefði falið í sér. Óvissan um að hægt yrði að fá endurgjald vegna viðgerða hinna á kostnað H, þrátt fyrir lögveð, var of mikil að sú leið teldist raunhæf.
Með þeirri leið að H geti annaðhvort sjálf séð um sölu eignarinnar eða knúið væri á um uppboð samkvæmt lögum um nauðungarsölu, taldi Hæstiréttur að með því væri nægilega tryggt að H fengi fullt verð fyrir íbúðina í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.Hrd. nr. 63/2016 dags. 10. febrúar 2016 (Lóðarfélagið Stapahrauni 7 - 9)[HTML] Ágreiningur var um varnarþing stjórnarstöðvar skrásetts firma. Fyrirsvarsmenn voru með skráð lögheimili í Hafnarfirði en lögheimili firmans var í Reykjavík. Litið var svo á að stjórnarstöð þess væri í Hafnarfirði og því mátt sækja málið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Hrd. nr. 54/2017 dags. 15. febrúar 2018 (Greiðslumat)[HTML]