Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1969:153 nr. 11/1969 (Eignaauki)

Framteljandi hafði á skattframtölum sínum árin 1966 og 1967 talið fram verðmæti eigin vinnu við byggingaframkvæmdir skattárin fyrir 1965 og 1966. Framteljandinn taldi þá vinnu vera skattfrjálsa á grundvelli ákvæðis í skattalögum um að tekjur teldust ekki til eignaauka sem stafa af aukavinnu, sem einstaklingar leggja fram utan reglulegs vinnutíma við byggingu íbúða til eigin nota og að sú ívilnun félli burt að því leyti sem vinnan kunni að fást endurgreidd með söluhagnaði af íbúðinni.

Í reglugerð sem sett var á grundvelli laganna sagði hins vegar þetta: „Nú á maður íbúð og byggir sér aðra stærri til eigin nota, skal þá telja þann hluta eigin aukavinnu hans við nýju íbúðina skattfrjálsan, sem svarar til stærðarmunarins, miðað við rúmmetrafjölda.“

Hæstiréttur taldi að þar sem ekki kæmi í lögunum fram að það myndi skerða ívilnunina að skattþegn hafi áður átt íbúðarhúsnæði, hafi fjármálaráðherra ekki öðlast heimild til þess að skerða ívilnunina enn frekar.

PDF-eintak af úrlausninni

RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Alþingi (2)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 4/2009 dags. 30. september 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 136

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1013 - Komudagur: 2009-03-04 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]

Löggjafarþing 138

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]