Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3805/2003 (Gjald fyrir inntökupróf í læknadeild)[HTML][PDF] Rukkað var fyrir töku inntökuprófs til að komast í læknadeild HÍ á þeim forsendum að inntökuprófið væri ekki hluti af kennslunni. Umboðsmaður taldi að þar sem inntökuprófið væri forsenda þess að komast í læknadeildina hafi hún verið hluti af náminu, og því ólögmætt að taka gjald fyrir inntökuprófið.