Stjórnartíðindi: Dagsetning undirritunar: 12. september 2005. Birting: B-deild 2005, bls. 1830-1834 Birting fór fram í tölublaðinu B115 ársins 2005 - Útgefið þann 30. september 2005.
Hrd. nr. 563/2014 dags. 31. mars 2015 (Köfun í Silfru)[HTML] Í niðurstöðu málsins var reifað að krafan um lögbundnar refsiheimildir girði ekki fyrir að löggjafinn framselji til stjórnvalda heimild til að mæla fyrir í almennum stjórnvaldsfyrirmælum hvaða háttsemi teljist refsiverð. Hins vegar er þó nefnd sú krafa að í lögunum þurfi að lýsa refsiverðu háttseminni í meginatriðum í löggjöfinni sjálfri.Hrd. nr. 83/2015 dags. 8. október 2015 (Geysir)[HTML] Íslenska ríkið átti Geysi og einkaaðilar áttu umliggjandi svæði í sérstakri sameign. Einkaaðilarnir ákváðu að stofna einkahlutafélagið Landeigendafélagið Geysi í kringum rekstur svæðisins án samþykkis íslenska ríkisins og þrátt fyrir mótmæli þess. Félagið ákvað svo að setja gjaldskrá þar sem innheimt væri gjald af ferðamönnum á svæðinu og sóttist þá íslenska ríkið eftir lögbanni á gjaldheimtuna, sem var til meðferðar í dómsmáli þessu.
Hæstiréttur vísaði til óskráðrar meginreglu að meiri háttar ráðstafanir eigenda sérstakrar sameignar þyrftu samþykki þeirra allra. Að auki hafði ráðstöfunin áhrif á landsvæði sem var að fullu í eign íslenska ríkisins. Þar sem samþykki íslenska ríkisins skorti vegna þessara ráðstafana hefði setning umræddrar gjaldskrár verið óheimil. Staðfesti Hæstiréttur því lögbannið í ljósi þess að innheimta gjaldsins hefði brotið gegn eignarréttindum íslenska ríkisins.
Augl nr. 184/2013 - Auglýsing um staðfestingu reglna Þingvallanefndar um gestagjöld vegna köfunar og fyrir yfirborðsköfun í Silfru innan þjóðgarðsins á Þingvöllum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 214/2013 - Reglur um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum (yfirborðs- og djúpköfun)[PDF vefútgáfa]
2015
B
Augl nr. 620/2015 - Auglýsing um staðfestingu reglna Þingvallanefndar um gestagjöld vegna afmarkaðra bílastæða innan þjóðgarðsins á Þingvöllum[PDF vefútgáfa]