Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1954:439 kærumálið nr. 13/1954 (Skipan ákæruvalds á varnarsvæðinu)

Í málinu var tekinn fyrir kærður úrskurður sakadóms Keflavíkurflugvallar og samþykkti utanríkisráðherra kæruna. Fyrir sakadóminum var krafist frávísunar vegna aðildarskorts þar sem málið var höfðað af varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins sem ekki væri talin fara með neitt ákæruvald, heldur væri það í hendi dómsmálaráðherra. Þeirri kröfu var synjað af hálfu sakadómsins.

Fyrir Hæstarétti var krafist frávísunar frá héraðsdómi. Hæstiréttur reifaði sjónarmið um að lög kveði á um að dómsmálaráðherra fari með ákæruvaldið og því gæti forsetaúrskurður ekki haggað. Í athugasemdum við bráðabirgðalög um lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, sem og samþykktum lögum um hið sama efni, var ekki tekin fram slík heimild. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir skýr lögskýringargögn væri ekki hægt að túlka lagaákvæðið á þann hátt að utanríkisráðherra hefði slíka lagaheimild.

Hæstiréttur vísaði málinu hins vegar frá Hæstarétti þar sem þetta þýddi að utanríkisráðherranum hafði brostið heimild til að samþykkja kæru úrskurðarins til Hæstaréttar.

PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Alþingi (2)
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 133

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 154

Þingmál A22 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1424 - Komudagur: 2024-02-13 - Sendandi: Svavar Kjarrval - [PDF]