Úrlausnir.is


Merkimiði - Lrd. 452/2019 dags. 30. október 2020 (Geymslur)

Bruni átti sér stað í húsnæði fyrirtækis sem það nýtti til að leigja út geymslurými. Orsök brunans var bruni í nærliggjandi húsi sem barst svo yfir á téða fasteign, og ekki litið svo á að einhver sök hefði legið fyrir. Leigutakar gerðu kröfu á hendur leigusalanum um skaðabætur og miskabætur fyrir tjónið sem þau urðu fyrir.

Leyst var úr álitaefni hvort tiltekinn samningur teldist vera leigusamningur er félli undir gildissvið þjónustukaupalaga eða væri leigusamningur. Þurfti að fá úrlausn um þetta þar sem lög um þjónustukaup kváðu á um að seljandi þjónustu bæri ábyrgð á hlut sem væri í sinni vörslu, en ella hefðu eigendur verðmætanna sem í geymslunum voru borið þá áhættu.

Landsréttur leit svo á að geymslusamningurinn væri leigusamningur þar sem geymsla í skilningi þjónustukaupalaga næði yfir það að þjónustuveitandinn væri að geyma tiltekinn hlut, vitandi hver hluturinn væri, en ekki yfir tilvik þar sem mögulegt var að færa hluti inn og út að vild án aðkomu þjónustuveitandans. Áhættan hefði því verið borin af eigendum hlutanna en ekki leigusalanum. Varð niðurstaðan því sú að fyrirtækið var sýknað af bótakröfunum.

Dómsúrlausnin á vef Landsréttar
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.