Héraðsdómur féllst ekki á riftun vegna vanrækslu kaupandans á skoðunarskyldu sinni en Hæstiréttur sneri því við og vísaði til þess að kaupandinn hefði getað treyst á yfirlýsingu seljandans um að hún hefði verið öll nýuppgerð og yfirfarin. Á móti hefði kaupandi ekki sinnt hvatningu seljanda um að skoða hana sjálfur sem fékk þó ekki mikið vægi sökum yfirlýsingar í auglýsingunni og að kaupandinn hefði ekki haft sérfræðiþekkingu. Því væri ekki við kaupanda að sakast um að hafa ekki tekið eftir göllum sem honum voru ekki sýnilegar við kaupin. Gallinn félli því undir gallahugtak 17. gr. laga um lausafjárkaup, nr. 50/2000. Af þessu leiddi að Hæstiréttur féllst á riftun kaupandans á kaupunum.Hrd. nr. 821/2015 dags. 6. október 2016 (Ella ÍS 119 - Gír í vélbát)[HTML] Hrd. nr. 271/2017 dags. 20. apríl 2018 (Skaginn hf.)[HTML] Ágreiningur var um riftun vinnusamnings er klæddur hafði verið í búning verksamnings. Starfsmaðurinn sýndi tómlæti við að skila inn umsömdum vinnustundum sem var látið átölulaust í nokkurn tíma. Viðsemjandi fyrirtækis starfsmannsins rifti þeim samningi svo fyrirvaralaust. Hæstiréttur mat ekki svo að um hefði verið um verulega vanefnd að ræða og að vanefndirnar hefðu verið þess eðlis að viðsemjandinn hefði átt að veita áminningu áður en hann færi að rifta samningnum. Hefði því komið til greina skaðabótakrafa ef slíkri hefði verið haldið uppi, en slíkri kröfu var ekki til að dreifa í málinu.Hrá. nr. 2023-80 dags. 30. ágúst 2023[HTML]