Málið var höfðað gegn:
P, byggingarstjóra framkvæmda og skráðum húsasmíðameistara,
R, smið ráðnum í framkvæmdirnar á grundvelli verksamnings við sumarhúsaeigandann,
S, eiganda sumarhússins, og
V ehf., sem vátryggjanda ábyrgðartrygginga P og S
Tjónþoli var sonur eiganda sumarhúss og aðstoðaði föður sinn við byggingu viðbyggingar meðfram ýmsum öðrum. Búið var að steypa kjallaraveggi og grunnplötuna en upp úr henni stóðu járnteinar. Hurð var við rýmið. Um kvöldið fengu nokkrir sér í tá og fóru að sofa. Maðurinn í svefngalsa fer samt sem áður um hurðina og dettur þannig að teinarnir fóru í gegnum búk hans, og hlaut því líkamstjón.
Fallist var á bótaábyrgð allra sem málið var höfðað gegn. Auk þess var talið að R hefði átt að gera sér grein fyrir hættunni á staðnum. P var ekki geta talinn geta komist framhjá lögbundinni ábyrgð húsasmíðameistara með því að fela R tiltekið verk.
Leyst var úr álitaefni hvort tiltekinn samningur teldist vera leigusamningur er félli undir gildissvið þjónustukaupalaga eða væri leigusamningur. Þurfti að fá úrlausn um þetta þar sem lög um þjónustukaup kváðu á um að seljandi þjónustu bæri ábyrgð á hlut sem væri í sinni vörslu, en ella hefðu eigendur verðmætanna sem í geymslunum voru borið þá áhættu.
Landsréttur leit svo á að geymslusamningurinn væri leigusamningur þar sem geymsla í skilningi þjónustukaupalaga næði yfir það að þjónustuveitandinn væri að geyma tiltekinn hlut, vitandi hver hluturinn væri, en ekki yfir tilvik þar sem mögulegt var að færa hluti inn og út að vild án aðkomu þjónustuveitandans. Áhættan hefði því verið borin af eigendum hlutanna en ekki leigusalanum. Varð niðurstaðan því sú að fyrirtækið var sýknað af bótakröfunum.Lrd. 392/2023 dags. 3. október 2024[HTML][PDF] Lrd. 358/2023 dags. 17. október 2024[HTML][PDF]