Dómurinn var kærður til MDE sem gerði engar athugasemdir, bæði í neðri deild og efri deild.Hrd. nr. 622/2014 dags. 30. september 2014[HTML] Hrd. nr. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML] Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.Hrd. nr. 732/2015 dags. 27. nóvember 2015[HTML] Hrd. nr. 172/2015 dags. 17. desember 2015 (KAX)[HTML] KS var að láta reisa einbýlishús og réð KAX sem lögmann vegna ágreinings sem átti sér stað í tengslum við byggingu þess. Deilurnar í þessu máli snerust um það að KS hefði ráðið KAX til að vinna verkið en ekki fulltrúa hans. Hæstiréttur taldi að KS hefði átt að vera ljóst að KAX ynni ekki einn að verkinu og átti skilningurinn að vera sá að KAX væri í forsvari í dómsmálinu.Hrd. nr. 825/2015 dags. 6. janúar 2016[HTML] Hrd. 628/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Endurupptökunefnd)[HTML] Nefnd á vegum framkvæmdavaldsins fékk það vald að fella úr gildi dóma dómstóla. Hæstiréttur taldi það andstætt stjórnarskrá þar sem það fór gegn verkaskiptingu þriggja handhafa ríkisvalds.