Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 179/2008 dags. 28. apríl 2008 (Punktar í ökuferilsskrá)

Málið var höfðað til ógildingar á ákvörðun sýslumanns um að afturkalla ökuréttindi A. Þann 27. apríl 2007 tók í gildi nýtt ákvæði í umferðarlögum er heimilaði beitingu akstursbanns gegn handhafa bráðabirgðaökuskírteinis. Við gildistöku ákvæðisins var viðmið um fjölda punkta lækkað úr sjö niður í fjóra áður en heimilt væri að setja viðkomandi í akstursbann. Á þeim tíma hafði A þegar hlotið þrjá punkta. Þann 29. ágúst 2007 hlaut A fjórða punktinn á ökuskírteinið og var þá settur í akstursbann.

A krafðist ógildingar akstursbannsins á grundvelli þess að um væri að ræða afturvirk réttaráhrif. Hæstiréttur tók ekki undir þann málflutning þar sem hann taldi að um væri að ræða viðurlagaákvörðun er byggðist á lögmæltri ítrekunarheimild en ekki refsinga í skilningi V. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1)
Umboðsmaður Alþingis (1)
Alþingi (1)
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 30/2021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5234/2008 dags. 31. desember 2009 (Gjald fyrir sérstakt námskeið vegna akstursbanns)[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 139

Þingmál A363 (námskeið fyrir þá sem sæta akstursbanni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (svar) útbýtt þann 2011-02-23 13:39:00 [HTML] [PDF]