Merkimiði - Hrd. 1972:191 nr. 27/1970 (Mannhelgi Jónsbókar)
Tveir verkamenn voru að vinna og var annar þeirra á gröfu. Geðveikur maður skýtur úr riffli í átt að þeim og fara sum skotin í stýrishúsið. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið talinn ósakhæfur var deilt um það hvort hann væri samt sem áður bótaskyldur. Hann var dæmdur bótaskyldur á grundvelli Mannhelgisbálks Jónsbókar.