Hrd. 1997:490 nr. 110/1996[PDF] Hrd. 2005:5264 nr. 235/2005 (Eurovision 1986-2003)[HTML] Gunnlaugur Briem (GB) hafði lengi leikið inn á hljómdiska sem Dagur Group ehf. (DG) gaf svo út. Samningar um þann leik voru einvörðungu munnlegir en GB gaf út reikning í hvert sinn. DG hafði stundum endurútgefið tónlistina á ýmsum safndiskum án þess að GB hafi krafist frekari greiðslna fyrir endurútgáfurnar né gefið út reikninga vegna þeirra. Þegar DG gaf út safndisk með Eurovision lögum krafðist GB svo fjárhæðar fyrir endurútgáfuna, sem DG synjaði þar sem fyrirtækið taldi að um eingreiðslu væri að ræða.