Ein af málsvörnum hins ákærða var að ekki hefði verið næg stoð til þess að skylda fylgd veiðieftirlitsmanna samkvæmt þessu. Hæstiréttur tók ekki undir þá málsástæðu þar sem reglugerðin hafi í eðlilegu samhengi tekið upp þráðinn þar sem lögin enduðu og þetta væri ekki komið harðar niður á veiðimönnum en málefnalegar ástæður stóðu til. Var veiðimaðurinn því sakfelldur.Hrd. 2004:4438 nr. 236/2004 (Gaffallyftari II - Vinnuvélar)[HTML] Maður var ákærður fyrir að stjórna lyftara án leyfis. Vinnueftirlitinu hafði verið falið heimild til að ákvarða hvers konar háttsemi væri refsiverð, en það taldi Hæstiréttur ekki heimilt.Hrd. nr. 100/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Eiður Smári - Fjármál knattspyrnumanns)[HTML] Eiður Smári (E) höfðaði mál á hendur ritstjórum DV ásamt höfundi greinar þar sem hann teldi að þær umfjallanir væru til þess gerðar að vega að rétti hans til friðhelgis einkalífs.
E taldi að lögjafna bæri ákvæði laga um prentrétt á þann hátt að ákvæðin um ábyrgð á efni ættu einnig við um efni sem birt væru á vefútgáfu blaðsins. Ekki var fallist á slíka lögjöfnun.
Ekki var fallist á að umfjöllunin um fjármál E ættu ekki erindi til almennings þar sem hún væri í samræmi við stöðu þjóðfélagsmála á þeim tíma. Þá var einnig litið til þess að E væri þjóðþekktur knattspyrnumaður sem viki sér ekki undan fjölmiðlaumfjöllun sem slíkur. Hvað umfjallanir um spilafíkn E var að ræða var ekki fallist á að sú umfjöllun bryti í bága við friðhelgi einkalífs E þar sem um væri að ræða endursögn áður birtrar umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum og að E hefði sjálfur gert spilafíkn sína að umtalsefni í viðtölum.Hrd. nr. 525/2012 dags. 21. febrúar 2013 (Pressan)[HTML] Hrd. nr. 735/2013 dags. 28. maí 2014 (Vigtun sjávarafla - Vigtarnóta - Reglugerð)[HTML] Hrd. nr. 429/2014 dags. 15. júlí 2014[HTML] Hrd. nr. 563/2014 dags. 31. mars 2015 (Köfun í Silfru)[HTML] Í niðurstöðu málsins var reifað að krafan um lögbundnar refsiheimildir girði ekki fyrir að löggjafinn framselji til stjórnvalda heimild til að mæla fyrir í almennum stjórnvaldsfyrirmælum hvaða háttsemi teljist refsiverð. Hins vegar er þó nefnd sú krafa að í lögunum þurfi að lýsa refsiverðu háttseminni í meginatriðum í löggjöfinni sjálfri.Hrd. nr. 584/2015 dags. 26. maí 2016 (Smygl á Litla Hrauni)[HTML] Löggjafinn má kveða á með almennum hætti á um hvaða háttsemi telst refsiverð og láta stjórnvaldi eftir að útfæra regluna nánar í stjórnvaldsfyrirmælum, en hins vegar var löggjafanum óheimilt að veita stjórnvaldi svo víðtækt vald að setja efnisreglu frá grunni. Framsalið braut því í bága við meginreglu 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar um skýrleika refsiheimilda.Hrd. nr. 29/2022 dags. 21. desember 2022[HTML]