Merkimiði - Hrd. 1984:775 nr. 88/1982 (Starfsmannavegabréf)
P krafði ríkissjóð um bætur fyrir ólögmæta handtöku þar sem hún hafði einungis framvísað starfsmannavegabréfi í stað gestavegabréfs. Handtakan var réttlætt með vísun í reglugerð settra með heimild í eldri lögum er giltu þá. Þau lög voru síðar afnumin með tilkomu laga um notkun nafnskírteina og talið að þá hafi grundvöllur reglugerðarinnar brostið. Krafa P um skaðabætur var því samþykkt.