Álitamál 2:
Afhenda átti bát eigi síðar en tiltekinn dag á atvinnustöð kaupanda að Húsavík. Hæstiréttur taldi að hér hafi verið um reiðukaup að ræða og 3. mgr. 6. gr. laga um lausafjárkaup, nr. 50/2000, ætti við. Seljandinn var talinn vera skyldugur til þess að tilkynna kaupandanum tímanlega hvenær afhending fyrir þann dag ætti að fara fram. Þá taldi Hæstiréttur að um hefði verið um afhendingardrátt að ræða sökum þess að báturinn hafi ekki verið í umsömdu ástandi og kaupandinn því ekki getað tekið við bátnum.