Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1928:861 nr. 40/1928 (Bifreiðalög)

Bifreiðarstjórinn Þ var kærður fyrir brot á bifreiðalögum og hafði hann þá haft sjö farþega í bifreiðinni sinni þó að skoðunarvottorð bifreiðarinnar tiltæki að hámarksfjöldi farþega væri sex talsins. Í lögunum er mælt fyrir um að skoðunarmenn bifreiða tiltaki í skoðunarvottorði hversu margir farþegar megi vera í bifreið til mannflutninga. Í málinu lá fyrir játning Þ.

Í dómi lögregluréttar Reykjavíkur kom fram að þar sem reglugerðin hafði ekki verið birt áður en brotið var framið yrði ekki dæmt samkvæmt ákvæðum hennar, en þó var hann dæmdur á grundvelli laganna sjálfra. Hæstiréttur staðfesti þann dóm á grundvelli forsendna hans, en hækkaði þó sektarupphæðina og afplánunartímann.

PDF-eintak af úrlausninni

RSS-streymi merkimiðans

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.