Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.
Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.Hrd. nr. 753/2012 dags. 16. maí 2013 (Þrotabú Icarusar ehf.)[HTML] Hrd. nr. 313/2013 dags. 17. október 2013[HTML] Hrd. nr. 115/2014 dags. 16. október 2014[HTML] Hrd. nr. 437/2015 dags. 18. ágúst 2015[HTML] Hrd. nr. 494/2017 dags. 17. maí 2018 (Kvistir ehf.)[HTML] Einstaklingur var ráðinn sem bústjóri hjá fyrirtæki með hrossarækt. Hann keypti svo hryssu með öðum manni í gegnum einkahlutafélag á sex milljónir króna og seldi hana svo til eiganda hrossaræktarbúsins á níu milljónir króna. Hagnaðnum af sölunni skipti hann svo með viðskiptafélaga sínum, og fékk hvor 1,5 milljónir króna í sinn hlut. Vinnuveitandinn taldi hann hafa með þessu brotið gróflega gegn ráðningarsamningi sínu með þessu athæfi og rak starfsmanninn fyrirvaralaust úr starfi.
Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða gróft brot starfsmanns á starfsskyldum er talin voru réttlæta riftun vinnuveitanda hans á samningi þeirra.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2004-02-02 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]