Sameignir eru þær eignir sem einstaklingur í hjúskap á eignarhlut í, óháð eignarhaldi á afgangi eignarinnar. Sá eignarhluti getur annaðhvort verið hjúskapareign eða séreign.
M var eini þinglýsti eigandi fasteignar. K hélt því fram að hún ætti hluta í henni.
Framlögin til fasteignarinnar voru rakin.
Þinglýsing eignarinnar réð ekki úrslitum, þó hún hafi verið talin gefa sterkar vísbendingar.
Strangt í þessum dómi að eingöngu sé farið í peningana og eignarhlutföll í þessari fasteign og fyrri fasteignum sem þau höfðu átt, en ekki einnig farið í önnur framlög K.
K var talin hafa 25% eignarhlutdeild.Hrd. 2002:3707 nr. 483/2002 (Gjöf til barna)[HTML] M og K voru að skilja. M hafði 2-3 árum áður gefið börnum sínum frá fyrra hjónabandi gjöf að upphæð 6 milljónir og taldi K að gjöfin hefði verið óhófleg. K krafðist þess að í stað þess að rifta gjöfinni að hún fengi endurgjald.
Hæstiréttur taldi að þar sem M hafði gefið um 15% af eignum hefði gjöfin ekki talist óhófleg. Auk þess voru engin merki um að verið væri að skjóta eignum frá skiptunum.