Úrlausnir.is


Merkimiði - 17. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973

Síað eftir merkimiðanum „17. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1976:399 nr. 61/1976 [PDF]


Hrd. 1982:68 nr. 2/1982 [PDF]


Hrd. 1983:1538 nr. 89/1980 (Haldlagning - Neðri-Dalur) [PDF]
Efnið var talið hafa lítið markaðslegt gildi. Jarðeigandinn var ekki talinn geta sýnt fram á að geta selt öðrum það. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir það ætti jarðeigandinn rétt á bótum.

Hrd. 1984:906 nr. 220/1982 (Ásgarður) [PDF]
Hjón höfðu með erfðaskrá arfleitt nokkra aðila að jörðinni Ásgarði. Hjónin létust og ákvað sveitarfélagið að nýta lögboðinn forkaupsrétt sinn. Lög kváðu á að verðágreiningi yrði skotið til matsnefndar eignarnámsbóta.

Dánarbú hjónanna var ekki sátt við verðmat nefndarinnar og skaut málinu til aukadómþings, þar sem það teldi jörðina margfalt verðmætari sökum nálægra sumarhúsalóða og veiðiréttarins sem jörðinni fylgdi, er myndi fyrirsjáanlega auka eftirspurn. Rök sveitarfélagsins voru á þá leið að jörðin væri ekki skipulögð undir sumarhús auk þess að samkvæmt lögum væri bannað að nota jarðir undir sumarhús sem ekki væri búið að leysa úr landbúnaðarnotum, og því ætti ekki að taka tillit til slíkra mögulegrar framtíðarnýtingar í þá veru.

Dómkvaddir matsmenn mátu jörðina og töldu virði hennar talsvert nær því sem dánarbúið hélt fram, og vísuðu til nálægðar við þéttbýlisbyggð og náttúrufegurðar. Dómþingið tók undir verðmat þeirra matsmanna og nefndi að hægt væri að leysa jörðina úr landbúnaðarnotum án þess að því yrði mótmælt og því jafnframt mögulegt að skipuleggja sumarhúsabyggð á jörðina í framtíðinni. Aukadómþingið taldi því að sveitarfélagið skyldi greiða dánarbúinu upphæð samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna.

Hæstiréttur staðfesti dóm aukadómþingsins en hækkaði upphæðina vegna veiðiréttindanna sem fylgdu jörðinni.

Hrd. 1985:479 nr. 124/1984 [PDF]


Hrd. 1987:788 nr. 199/1985 [PDF]


Hrd. 1996:4089 nr. 121/1996 (Einarsreitur) [PDF]
Fyrirtæki sóttist eftir ógildingu á eignarnámi Hafnarfjarðarbæjar á svokölluðum Einarsreit sökum deilna um upphæð eignarnámsbóta sem matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði um. Eignarhald fyrirtækisins byggðist á tveimur erfðafestusamningum milli þess og Hafnarfjarðarbæjar og á eigninni voru ýmis mannvirki. Hafnarfjarðarbær greiddi eignarnámsbætur en fyrirtækið tók við þeim með fyrirvara um að leita til dómstóla ef ósættir væru um upphæðina.

Fyrirtækið leitaði svo til dómstóla um að kallaðir yrðu til dómkvaddir matsmenn til að meta virði Einarsreits og töldu þeir hann vera meira virði en úrskurður matsnefndarinnar hljóðaði upp á. Óskað var eftir yfirmatsgerð sem leiddi til enn meiri hækkunar. Hafnarfjarðarbær var ósáttur við yfirmatið og höfðaði dómsmál vegna þess. Meðal ágreiningsefna var að fiskreitur hafði verið metinn hafa fjárhagslegt gildi en Hafnarfjarðarbæ taldi að hann væri verðlaus.

Héraðsdómur tók ekki undir þann málatilbúnað þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að matsgerðirnar hefðu verið rangar og ekki hefði verið sýnt fram á að fiskverkunarhúsin væru verðlaus þrátt fyrir að fiskverkunaraðferðin sjálf væri útdauð. Hins vegar kvað hann á um lækkun sökum þess að fiskreiturinn hefði líklega þröngan kaupendahóp og að staðurinn yrði líklega ekki notaður undir fiskverkun í framtíðinni.

Meiri hluti Hæstaréttar lækkaði verðið enn frekar sökum óvissu um að markaður væri fyrir húsin. Hins vegar taldi hann að andlagið hefði fjárhagslegt gildi sökum hins almenna minjagildis.


Hrd. 2000:1379 nr. 324/1999 (Smyrlaberg - Ákvörðun um innlausn jarðarhluta)[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:1237 nr. 349/2004 (Þjórsártún)[HTML] [PDF]
Vegagerðin sóttist eftir eignarnámi á spildu úr landi Þjórsártúns vegna lagningu vegar yfir Þjórsá. Eignarnámið sjálft studdi við ákvæði þágildandi vegalaga er kvað á um skyldu landareigenda til að láta af hendi land vegna vegalagningar. Síðar sendi hún inn beiðni um að matsnefnd eignarnámsbóta mæti hæfilega eignarnámsbætur og beiðni um snemmbær umráð hins eignarnumda sem nefndin heimilaði. Hún mat síðan eignarnámið með þremur matsliðum.

Þegar K leitaði eftir greiðslum eignarnámsbótanna kvað Vegagerðin að hún ætlaði eingöngu að hlíta úrskurðinum hvað varðaði einn matsliðinn og tilkynnti að hún ætlaði að fara fram á dómkvaðningu matsmanna. K andmælti þar sem hún taldi Vegagerðina bundna af úrskurði matsnefndarinnar og að matsgerð þeirrar nefndar sé réttari en matsgerð dómkvaddra matsmanna. Vegagerðin hélt því fram að lögin kvæðu á um heimild dómstóla um úrlausn ágreinings um fjárhæðir og því heimilt að kveða dómkvadda matsmenn.

Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annari niðurstöðu en matsnefnd eignarnámsbóta og lækkuðu stórlega virði spildunnar. Héraðsdómur féllst á kröfu K um að farið yrði eftir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta þar sem mati matsnefndarinnar hefði ekki verið hnekkt.

Hæstiréttur tók undir með héraðsdómi að heimilt hefði verið að leggja ágreininginn undir dómstóla en hins vegar væru úrskurðir matsnefndarinnar ekki sjálfkrafa réttari en matsgerðir dómkvaddra matsmanna heldur yrði að meta það í hverju tilviki. Í þessu tilviki hefði úrskurður matsnefndarinnar verið lítið rökstuddur á meðan matsgerð hinna dómkvöddu manna væri ítarlegri, og því ætti að byggja á hinu síðarnefnda. Þá gekk hann lengra og dæmdi K lægri fjárhæð en matsgerð dómkvöddu mannana hljóðaði upp á þar sem hvorki matsnefndin né dómkvöddu mennirnir hafi rökstutt almenna verðrýrnun sem á að hafa orðið á landinu meðfram veginum með fullnægjandi hætti, né hafi K sýnt fram á hana með öðrum hætti í málinu.

Hrd. 573/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML] [PDF]


Hrd. 574/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML] [PDF]


Hrd. 575/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML] [PDF]


Hrd. 246/2008 dags. 22. janúar 2009 (Vatnsendablettur II - Eignarnám)[HTML] [PDF]


Hrd. 247/2008 dags. 22. janúar 2009 (Markleysa - Vatnsendi)[HTML] [PDF]


Hrd. 248/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 345/2008 dags. 8. október 2009 (Jarðgöng 3 - Almannaskarðsgöng II)[HTML] [PDF]


Hrd. 220/2011 dags. 2. febrúar 2012 (Aðalgata Stykkishólmsbæjar - Gullver)[HTML] [PDF]


Hrd. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.

Hrd. 386/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML] [PDF]


Hrd. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.

Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-105/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-106/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-107/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1435/2006 dags. 4. febrúar 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-403/2006 dags. 4. febrúar 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-405/2006 dags. 4. febrúar 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-790/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-14132/2009 dags. 13. janúar 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3789/2012 dags. 16. maí 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2768/2014 dags. 12. janúar 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-585/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML]


Lrd. 97/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]