Í barnalögum mátti finna ákvæði er hljóðaði á þá leið að höfða mætti mál hér á landi ef móðir barns eða barn væru búsett á Íslandi, og jafnframt sé þar að finna sérreglur um varnarþing vegna slíkra mála. Synjað var kröfu um að lögjafna út frá þessum reglum þar sem ákvæðin geymdu undantekningu frá almennum reglum réttarfars um lögsögu dómstóla og varnarþing, og því skorti heimild til að reka málið fyrir íslenskum dómstólum. Málinu var því vísað frá dómi.
Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni