Merkimiði - Hrd. 2000:4394 nr. 419/2000 (Viðurkenning á faðerni - Sóknaraðild í faðernismáli)
Áður en málið féll höfðu einungis barnið sjálft og móðir þess lagalega heimild til að höfða faðernismál.
Stefnandi var maður sem taldi sig vera föður barns og höfðaði mál til þess að fá það viðurkennt. Hæstiréttur taldi að útilokun hins meinta föður hefði verið brot á stjórnarskrá, og honum því heimilað að sækja málið þrátt fyrir að vera ekki á lista yfir aðila sem gætu sótt slíkt mál samkvæmt almennum landslögum.